1. Forsíða
  2. Skjölun
  3. KaktusFlow
  4. Uppsetning

Uppsetning

Óaðfinnanleg samþætting á milli DK & WooCommerce. Ekkert millilag!

Kaktus hefur víðtæka reynslu af ráðgjöf, verkefnastýringu, hönnun & forritun á vefkerfum. Þá erum við búnir að sérsmíða öflugar tengingar á milli DK hugbúnaðar (DK plús) og WooCommerce (WordPress) þar sem allar upplýsingar um vörur flæða á milli kerfa. Þessa samþættingu köllum við Kaktus Flow. Samþættingin tekur á vörum, vöruflokki, vörulýsingu, verði, birgðarstöðu, sölureikningum og skuldunautum. 

Ekkert millilag! Hvað þýðir það? 

Einfalda svarið er tímasparnaður með aukinni sjálfvirkni. 

Þegar notandi verslar í netverslun þá grípum við allar viðeigandi upplýsingar og færum þær niður í DK. Það þýðir að bókarinn þarf ekki að bóka eitt né neitt. Ef notandi vill uppfæra vöruúrvalið þá fer breytingin fram í DK. Samþætting Kaktus Flow færir þá sjálfkrafa allar upplýsingar frá DK og beint í vefverslun. Þessi lausn er því kjörin fyrir þá aðila sem eiga og reka vefverslanir og vilja koma í veg fyrir tvíverknað.

Greinar

Var þetta efni hjálplegt? 1 Nei

Hvernig getum við aðstoðað?